Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 17:15 Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti