Orri Freyr: Hefði verið gaman að spila fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2010 16:15 Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Grindavíkur. Mynd/Vilhelm Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda." Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda."
Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira