Sextándi meistaratitill Los Angeles Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. júní 2010 09:30 Meistari Kobe Bryant, einn besti leikmaður sögunnar. Hann var valinn verðmætasti leikmaður keppninnar. GettyImages Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe. NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe.
NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira