Fótbolti

Garðar til Strömsgodset í Noregi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sóknarmaðurinn Garðar Jóhannsson mun í dag skrifa undir samning við norska liðið Strömsgodset sem gildir út tímabilið. Eftir það verður framhaldið skoðað.

Frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Garðar hefur verið að leita sér að félagi síðan hann yfirgaf Hansa Rostock í Þýskalandi.

Hann tók smá millilendingu hér á landi og lék einhverjar mínútur með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ.

,,Þetta var ekki langt stopp í Stjörnunni en leiðinlegt að hafa ekki geta gert meira fyrir þá. Það var fínt að koma í Stjörnuna, gaman að spila fótbolta aftur því ég var ekki búinn að spila fótbolta svo lengi," sagði Garðar við Fótbolta.net.

Strömsgodset er í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×