Erlendur valinn besti unglingurinn og Ísland í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2010 06:00 Erlendur Jóhannesson. Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira
Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira