Innlent

Fjársvikamál: Fimmtán einstaklingar eiga von á ákæru

Allt að fimmtán einstaklingar eiga von á ákæru í umfangsmiklu fjársvikamáli sem teygir anga sína inn til embættis ríkisskattstjóra. Lögregla segir þetta vera eitt grófasta svikamál sem upp hefur komið.

Málið snýst um svik á um 270 milljónum úr úr virðisaukaskattskerfinu en starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um aðild.

Svikin voru með þeim hætti að tvö einkahlutafélög skiluðu reikningum upp á 1.300 milljónir króna vegna byggingaframkvæmda sem aldrei var ráðist í og fengu þannig endurgreiddan virðisaukaskatt upp á 270 milljónir.

Þegar mest var sátu fimm einstaklingar í gæsluvarðhaldi. Þá var einnig gefinn út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Íslendingi, sem grunaðar er um að vera höfuðpaurinn en hann var skömmu síðar handtekinn í Venesúela og framseldur til íslands.

Sá var látinn laus nú á föstudaginn og því hefur öllum þeim sem sátu í gæsluvarðhaldi verið sleppt.

Rannsóknin er sögð vel á veg kominn hjá lögreglu. Hún hefur meðal annars snúið að því að rekja millifærslur á fjármunum en þær sýna samkvæmt heimildum fréttastofu að fjöldi fólks tók þátt í svindlinu.

Fjöldi þeirra sem sagður er eiga von á ákæru vegna málsins á annan tug.

Jón HB. Snorrason sem stýrir rannsókninni sagði við fréttastofu í dag að málið væri grófasta fjársvikamál á opinberum fjármunum sem hann mundi eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×