Handbolti

FCK tapaði fyrsta bronsleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Atlason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór

FCK tapaði í gær fyrir Bjerringbro-Silkeborg á útivelli, 30-27, í fyrstu viðureign liðanna um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Arnór Atlason lék ekki með FCK í leiknum en liðin mætast öðru sinni á fimmtudagskvöldið, þá í Kaupmannahöfn.

Úrslitaeinvígið um gullið hófst einnig um helgina. Þá vann Álaborg nauman heimasigur á Kolding, 25-24. Álaborg getur því tryggt sér titilinn með því að leggja Kolding á útivelli á miðvikudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×