Körfubolti

Grindvíkingar sýna beint frá leik sínum í Hólminum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson í bikaúrslitaleiknum á móti Snæfelli á dögunum.
Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson í bikaúrslitaleiknum á móti Snæfelli á dögunum. Mynd/Daníel
Það verður stórleikur í Stykkishólmi í kvöld þegar heimamenn í Snæfelli taka á móti einu heitasta liði Iceland Express deildarinnar, Grindavík. Snæfell vann bikarúrslitaleik liðanna í dögunum en Grindavík hefur unnið sex deildarleiki í röð og rokið við það upp stigatöfluna.

Grindvíkingar ætla að bjóða upp á beina útsendingu frá leiknum á heimasíðu sinni, umfg.is. Það er fjallað um þetta frábæra framtak Grindvíkinga í frétt á umfg.is

„Gullbarkinn Bensó kemst því miður ekki vestur til að lýsa leiknum og mun Sibbi reyna að fylla í skarðið. Útsending mun hefjast kl. 19:00 eða 15 mínútum fyrir leik og verða tekin viðtöl fyrir leik við þjálfara og einhverja leikmenn jafnvel líka og svo verða vitaskuld viðtöl eftir leik," segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×