Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis 13. apríl 2010 03:45 Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira