Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis 13. apríl 2010 03:45 Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira