Agndofa gagnvart þessum kröftum 15. apríl 2010 06:00 Eldgos. Mynd Egill. Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira