Ilmvatn úr Eyjafjallajökli 8. október 2010 06:00 Áletrunin á EFJ Eyjafjallajökull er prentuð með 24 karata gulli en Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hyggst setja á markað fyrsta íslenska ilmvatnið sem fer í almenna sölu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að þetta sé fyrsta íslenska ilmvatnið sem fer í almenna sölu. Það var reyndar íslensk listakona, Andrea Maack, sem bjó til ilmvatn á þessu ári og hafði það hluta af gjörningi," segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við tískuvörumerkið Gyðju. Hún hyggst setja á markað ilmvatnið EFJ Eyjafjallajökull sem er framleitt úr vatni jökulsins. Sigrún mun vera andlit ilmsins en í næstu viku fer hún með hópi tökufólks, leikurum og jarðfræðingnum Birni Oddssyni með þyrlum upp á topp eldfjallsins til að taka upp auglýsingu og stutta heimildarmynd. „Það er búið að gera handrit þar sem kraftur náttúrunnar og kraftur gyðjunnar kemst vel til skila," segir Sigrún. Eins og gefur að skilja tekur langan tíma að búa til eitt stykki ilmvatn. Og Sigrún var búin að reyna mikið af sýnishornum og prófunum á sínum nánustu og sjálfri sér áður en hún varð ánægð með það sem hún fann. „Við prufum sitt lítið af hverju og mér finnst ilmurinn hafa allt til brunns að bera, hann er nógu léttur til að hægt sé að vera með hann á hverjum degi og það er svona ríkjandi sítruskeimur af honum." Sigrún er ekki í vafa um að íslenskur ilmur eigi erindi á hinn harða markað ilmvatna og hún hyggst nýta sér það góða orðspor sem tískuvörumerkið Gyðja hefur aflað sér erlendis hjá stórstjörnum á borð við Kylie Minogue og Paris Hilton. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að koma þessu á framfæri við umheiminn. Nafnið Eyjafjallajökull er að sjálfsögðu ákaflega þekkt vegna eldgossins en við ákváðum að nota líka skammstöfunina EFJ þar sem það er frekar erfitt að bera nafnið fram. Mér finnst bara fyrst og fremst gleðilegt að það skuli koma jákvæð vara út úr þessu öllu," segir Sigrún en ilmvatnið er framleitt í Suður-Frakklandi. Sigrún segir það alltaf hafa verið á stefnuskránni hjá sér að gera eigið ilmvatn. Og það verður ekkert til sparað að gera vöruna sem veglegasta. „Áletrunin framan á pakkningunni og á flöskunni sjálfri er prentuð með 24 karata gulli og þetta er með Eau de parfum-stimplinum sem þýðir að þetta er hágæðailmvatn sem endist vel." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Ég held að þetta sé fyrsta íslenska ilmvatnið sem fer í almenna sölu. Það var reyndar íslensk listakona, Andrea Maack, sem bjó til ilmvatn á þessu ári og hafði það hluta af gjörningi," segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við tískuvörumerkið Gyðju. Hún hyggst setja á markað ilmvatnið EFJ Eyjafjallajökull sem er framleitt úr vatni jökulsins. Sigrún mun vera andlit ilmsins en í næstu viku fer hún með hópi tökufólks, leikurum og jarðfræðingnum Birni Oddssyni með þyrlum upp á topp eldfjallsins til að taka upp auglýsingu og stutta heimildarmynd. „Það er búið að gera handrit þar sem kraftur náttúrunnar og kraftur gyðjunnar kemst vel til skila," segir Sigrún. Eins og gefur að skilja tekur langan tíma að búa til eitt stykki ilmvatn. Og Sigrún var búin að reyna mikið af sýnishornum og prófunum á sínum nánustu og sjálfri sér áður en hún varð ánægð með það sem hún fann. „Við prufum sitt lítið af hverju og mér finnst ilmurinn hafa allt til brunns að bera, hann er nógu léttur til að hægt sé að vera með hann á hverjum degi og það er svona ríkjandi sítruskeimur af honum." Sigrún er ekki í vafa um að íslenskur ilmur eigi erindi á hinn harða markað ilmvatna og hún hyggst nýta sér það góða orðspor sem tískuvörumerkið Gyðja hefur aflað sér erlendis hjá stórstjörnum á borð við Kylie Minogue og Paris Hilton. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að koma þessu á framfæri við umheiminn. Nafnið Eyjafjallajökull er að sjálfsögðu ákaflega þekkt vegna eldgossins en við ákváðum að nota líka skammstöfunina EFJ þar sem það er frekar erfitt að bera nafnið fram. Mér finnst bara fyrst og fremst gleðilegt að það skuli koma jákvæð vara út úr þessu öllu," segir Sigrún en ilmvatnið er framleitt í Suður-Frakklandi. Sigrún segir það alltaf hafa verið á stefnuskránni hjá sér að gera eigið ilmvatn. Og það verður ekkert til sparað að gera vöruna sem veglegasta. „Áletrunin framan á pakkningunni og á flöskunni sjálfri er prentuð með 24 karata gulli og þetta er með Eau de parfum-stimplinum sem þýðir að þetta er hágæðailmvatn sem endist vel." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira