Körfubolti

Njarðvíkingar búnir að tapa fjórum í röð - frábær fjórði leikhluti hjá KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Vilhelm
KR-ingar með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi unnu tólf stiga sigur á Njarðvík, 89-77, í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni í kvöld. Njarðvíkingar hafa því tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar. Eftir miklar sveiflur og jafna stöðu fyrir lokaleikhlutan fóru KR-ingar illa með Njarðvíkurliðið í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 19-7.

Njarðvíkurliðið byrjaði báða hálfleiki vel, var 11-6 yfir í upphafi leiks og 55-44 yfir í upphafi þriðja leikhluta en KR-ingar komu sér aftur inn í leikinn með góðum sprettum og stungu gestina úr Njarðvík síðan af í fjórða leikhlutanum.

Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×