Ekki hyglað að Vettel hjá Red Bull 8. júní 2010 12:02 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn eftir skellinn í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað." Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað."
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira