Umræða á villigötum Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 13. september 2010 06:00 Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar