Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 20. febrúar 2010 18:30 Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira