Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2010 04:00 Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun