Formúla 1

Heimavöllurinn gæti hjálpað Webber

Mark Webber fylgist með íþróttaviðburði í Canberra og verður örugglega hylltur af löndum sínum um  helgina.
Mark Webber fylgist með íþróttaviðburði í Canberra og verður örugglega hylltur af löndum sínum um helgina. Mynd: Getty Images
Ástralinn Mark Webber verður í faðmi heimamanna í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi og á Red Bull sem talinn er brjálæðislega fljótur að einum keppinaut hans, Lewis Hamilton. Þeir aka báðir Albert Park brautina í Melbourne um helgina. "Það var gaman fyrir okkar menn að heyra umsögnina um góðan bíl. Núna eru þrír ökumenn búnir að segja að bíllinn sé góður og það er rétt. Ég geri ráð fyrir að bíllinn verður öflugur um helgina. Maður veit þó aldrei hvort það dugar til afreka. Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari ökumennina og Hamilton", sagði Webber. Fernando Alonso vann fyrsta mót ársins, en Felipa Massa varð annar og báðir óku Ferrari. Alonso var í sínu fyrsta móti með liðinu ítalska, en Alonso erfði í raun fyrsta sæti eftir að Red Bull bíll Sebastian Vettel bilaði. Hann náði þó að ljúka keppni í fjórða sæti. Webber telur að Red Bull hafi unnið mikið afrek með smíði bílsins, sem var byggður upp úr bíl síðasta árs og að samvinnan við Renault virki vel. Það klikkaði þó kerti í vélarsalnum hjá Vettel þegar hann var í forystuhlutverki í síðasta móti, sem kostaði hann trúlega sigurinn. "Það komst engin klakklaust frá helginni. Menn á okkar bæ voru að fást við ýmiskonar vandamál á föstudag, en vitanlega var svekkjandi að bíllinn brást hjá Vettel í keppninni. Þetta var erfitt fyrir strákanna að sætta sig við þetta, en sem betur fer er þetta ekki eins á Olympíleikum. Það er ekki fjögurra ára bið eftir næsta tækifæri. En við ætlum að snúa bökum sman í slag um meistaratitilinn á næstunni", sagði Webber.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×