Körfubolti

Oddaleikir hjá báðum kynjum annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var allt troðið á oddaleiknum í fyrra.
Það var allt troðið á oddaleiknum í fyrra. Mynd/Daníel
Körfuboltamenn og konur hafa boðið upp á mikla spennu allt til enda í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna síðustu tímabil og nú er svo komið að Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleikjum hjá báðum kynjum annað árið í röð.

KR-konur urðu Íslandsmeistarar á dögunum eftir 84-79 sigur á Hamar í oddaleik í DHL-höllinni og í gær tryggðu Keflvíkingar sér hreinan úrslitaleik um titilinn á heimavelli eftir 82-73 sigur á Snæfelli í Hólminum.

Í fyrra urðu Haukakonur Íslandsmeistarar eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik á Ásvöllum og KR-ingar tryggðu sér titilinn í karlaflokki eftir 84-83 sigur á Grindavík í oddaleik í DHL-höllinni.

Það hefur verið frábær mæting og stórkostleg stemmning á öllum þessum leikjum og það breytist væntanlega ekkert í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudagskvöldið.

Eins og sjá má hér á listanum fyrir neðan þá hafði það aðeins gerst einu sinni fyrir árið í fyrra að bæði úrslitaeinvígi karla og kvenna færu í oddaleik en það var árið 1994.

Þetta verður í níunda skiptið sem Íslandsmeistaratitilinn karla vinnst í oddaleik en Íslandsmeistaratitill kvenna vannst á dögunum í fimmta sinn í oddaleik.



Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni:

1985

Karlar: Njarðvík 67-61 Haukar

1988

Karlar: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar

1989

Karlar: Keflavík 89-72 KR

1991

Karlar: Njarðvík 84-75 Keflavík

1992

Karlar: Keflavík 77-68 Valur

1994

Karlar: Grindavík 67-68 Njarðvík

Konur: Keflavík 68-58 KR

1999

Karlar: Keflavík 88-82 Njarðvík

2000

Konur: KR 43-58 Keflavík

2002

Konur: ÍS 64-68 KR

2009:

Karlar: KR 84-83 Grindavík

Konur:Haukar 69-64 KR

2010

Karlar: Keflavík-Snæfell (Fimmtudagurinn 29. april kl. 19.15)

Konur: KR 84-79 Hamar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×