Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu 29. apríl 2010 10:39 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp sem kvöldfréttastjóri vegna ágreinings um fréttaflutning af rannsóknarskýrslunni í Morgunblaðinu. Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati." Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati."
Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira