Blikastúlkur skoruðu átta mörk í fyrsta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 18:58 Blikastúlkur fögnuðu mörgum mörkum í kvöld. Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir ) Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir )
Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira