Helgi í Góu: Hannes lifir lengur með okkur 28. október 2010 18:54 Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira