McLaren vill sextánda sigurinn í Mónakó 11. maí 2010 17:15 Lewis Hamilton í undirgöngunum í Mónakó í fyrra. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh. Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti