Körfubolti

Sigurður: Liðið sem vinnur okkur það hlýtur að vinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur. Mynd/Vilhelm
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, sá sína menn detta út úr úrslitakeppninni í kvöld eftir 83-89 tap á heimavelli á móti nágrönnunum úr Njarðvík. Keflavík vann þar með undanúrslitaeinvígi liðanna 3-1 og er komið í lokaúrslitin á móti annaðhvort KR eða Snæfell.

„Við vorum nálægt þessu en þeir geta þakkað kananum sínum fyrir þetta stóra skot sem hann setti niður. Þeir geta þakkað honum og hinum útlendingnum því þeir björguðu þeim í síðasta leikhlutanum," sagði Sigurður Ingimundarson í viðtali við Guðjón Guðmundsson, í útsendingu Stöð 2 Sport.

„Við spiluðum ekki illa en það voru of margir hjá mér sem voru að gera of lítið í sókninni. Það dugði ekki í svona leik. Það vantaði helvítið lítið upp á hjá okkur og við vorum nálægt þessu. Við byrjuðum bara of seint og töpin í fyrstu tveimur leikjunum voru bara of mikið fyrir okkur," sagði Sigurður sem hefur trú á Keflavík í úrslitaeinvíginu.

„Þeir eru sigurstranglegri í úrslitunum því liðið sem vinnur okkur það hlýtur að vinna," sagði Sigruður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×