Skil einfaldlega ekki hver getur gert svona 20. ágúst 2010 06:00 Fjöldi fólks hefur komið að heimili Hannesar Þórs Helgasonar að Háabergi og vottað hinum látna virðingu sína með því að leggja blóm á tröppurnar. Í gærkvöldi loguðu þar líka friðarljós. Mynd/Stefán „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
„Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira