Vettel: Erum dálítið brjálaðir 10. júlí 2010 18:46 Fremstu menn á ráslínunni á morgun, Alonso, Vettel og Webber. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira