Óstarfhæf ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Skroll-Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skroll-Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira