Allir í viðbragðsstöðu 23. mars 2010 04:00 Fljótshlíð „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
„Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira