Kristi Smith: Búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 13:00 Kristi Smith. Mynd/Stefán Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira