44 verslanir opnar allan sólarhringinn 15. júní 2010 06:00 Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira