Vilja draga umsókn til baka 15. júní 2010 06:00 Bjarni Benediktsson Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fréttir Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira