Íslenski boltinn

Leiknir og Víkingur unnu bæði

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Helgi Sigurðsson skoraði fyrir Víking.
Helgi Sigurðsson skoraði fyrir Víking. Fréttablaðið/Stefán
Toppbaráttan er í algleymingi í 1. deild karla í knattspyrnu. Leiknir og Víkingur unnu bæði sína leiki í dag og eru því bæði aftur komin upp fyrir Þór.

Víkingar eru efstir á markatölu en Leiknir er með jafnmörg stig. Þórsarar eru svo tveimur stigum á eftir Reykjavíkurliðunum.

Leiknir vann HK og Víkingur vann ÍR. Njarðvík er á botninum eftir tap gegn Þrótti og Fjarðabyggð er næst neðst eftir tap gegn Fjölni í dag.

HK siglir nokkuð lignan sjó en stöðuna í deildinni má sjá hér.

Úrslit dagsins:

Leiknir 1 - 0 HK

1-0 Kjartan Andri Baldvinsson

Njarðvík 0 - 2 Þróttur R

0-1 Moamir Sadekovic (Vítaspyrna)

0-2 Vilhjálmur Pálmason

ÍA 6 - 1 Grótta

1-0 Gary Martin

2-0 Andri Júlíusson

3-0 Andri Júlíusson

4-0 Hjörtur Hjartarsson

4-1 Daniel Howell

5-1 Ólafur Valur Valdimarsson

6-1 Andri Júlíusson

Víkingur 2 - 1 ÍR

1-0 Helgi Sigurðsson

1-1 Karl Brynjar Björnsson

2-1 Marteinn Briem

Fjölnir 2 - 0 Fjarðabyggð

1-0 Sjálfsmark

2-0 Pétur Markan

Markarskorarar fengnir frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×