Vill nýjan dómara í máli níumenninga 18. ágúst 2010 06:00 Fyrir utan héraðsdóm Á meðan málið fór fram í dómsal börðu þeir sem ekki fengu inngöngu um tíma á hurðir og glugga.Fréttablaðið/GVA Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira