Schumacher nær toppnum en úrslit sýna 30. mars 2010 15:46 Schumacher nýtur sín í Formúlu 1 á ný. mynd: Getty Images Michael Schumacher er ekkert að fara af límingunum þó hann hafi aðeins náð tíunda sæti í ástralska kappakstrinum. Keyrt var á hann í fyrstu beygju mótsins og hann þurfti aukahlé sem kostaði hann dýrmætan tíma. Hann var því aftarlega á merinni eftir auka þjónustuhlé og lauk keppni í tíunda sæti. "Það gæti hljómað einkennilega en það komu jákvæðir þættir út úr síðustu keppni. Við getum verið sáttir, þó það virðist ekki við fyrstu sýn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. "Ég tel að bæði ég og Nico Rosberg hefðum getið verið 2-3 sætum framar í tímatökunni, eftir nána skoðun. Uppsetning á mínum bíl var of varfærnisleg, sem tók mið af kappakstrinum. Svo voru tvær afrifnar filmur af hjálmum ökumanna fastar í framvængnum sem kostaði tíma. Ef ég hefði verið framar á ráslínu hefði ég verið í slag um verðlaunasæti." "Þetta þýðir að verið erum ekkert of langt frá toppnum og að við eigum meira inni. Við förum til Malasíu vitandi það að við höfum bætt okkur. Það var gaman að berjast í Melbourne, jafnvel þó það væri bara fyrir einu stigi", sagði Schumacher sem náði síðasta stigasætinu af Jamie Alguersuari og Pedro de la Rosa með framúrakstri í seinni hluta keppninnar. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher er ekkert að fara af límingunum þó hann hafi aðeins náð tíunda sæti í ástralska kappakstrinum. Keyrt var á hann í fyrstu beygju mótsins og hann þurfti aukahlé sem kostaði hann dýrmætan tíma. Hann var því aftarlega á merinni eftir auka þjónustuhlé og lauk keppni í tíunda sæti. "Það gæti hljómað einkennilega en það komu jákvæðir þættir út úr síðustu keppni. Við getum verið sáttir, þó það virðist ekki við fyrstu sýn", sagði Schumacher á vefsíðu sinni. "Ég tel að bæði ég og Nico Rosberg hefðum getið verið 2-3 sætum framar í tímatökunni, eftir nána skoðun. Uppsetning á mínum bíl var of varfærnisleg, sem tók mið af kappakstrinum. Svo voru tvær afrifnar filmur af hjálmum ökumanna fastar í framvængnum sem kostaði tíma. Ef ég hefði verið framar á ráslínu hefði ég verið í slag um verðlaunasæti." "Þetta þýðir að verið erum ekkert of langt frá toppnum og að við eigum meira inni. Við förum til Malasíu vitandi það að við höfum bætt okkur. Það var gaman að berjast í Melbourne, jafnvel þó það væri bara fyrir einu stigi", sagði Schumacher sem náði síðasta stigasætinu af Jamie Alguersuari og Pedro de la Rosa með framúrakstri í seinni hluta keppninnar.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira