Hanna Birna vinnur á meðal kvenna 29. maí 2010 08:30 Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira