NBA í nótt: Stórstjörnurnar í Miami steinlágu fyrir Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2010 09:00 Zydrunas Ilgauskas, Mario Chalmers, Dwyane Wade og Chris Bosh virðast ekki trúa eigin augum. Mynd/AP Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði. NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði.
NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira