Umfjöllun: Valskonur í lykilstöðu eftir öruggan sigur á Þór/KA Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2010 21:00 Valskonur stigu stórt skref í átt að titlinum í kvöld þegar þær unnu stórsigur á Þór/KA á Vodafone-vellinum. Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn