Íslensk bikiní fyrir alla 23. júlí 2010 12:00 Hera Guðmundsdóttir segir viðbrögð manna við sundfatnaðinum hafa komið sér og Steinunni Björgu Hrólfsdóttur skemmtilega á óvart. Fréttablaðið/Arnþór „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og datt í hug að hanna saman sundboli. Okkur fannst alveg sérstakt að ekki væri þegar til íslenskt sundfatamerki þar sem sundið er svo stór partur af íþróttaiðkun landans," segir Hera Guðmundsdóttir sem er annar hluti hönnunartvíeykisins LAUG. Hera og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, hinn helmingur tvíeykisins, luku nýverið fyrsta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Segir Hera að viðbrögð kvenna við línunni hafi komið þeim stöllum skemmtilega á óvart. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við erum þessa stundina að leita að saumakonu til að aðstoða okkur við að koma sundbolunum í framleiðslu og vonandi gerist það á næstu vikum." Sundfötin hafa sterka skírskotun í tísku sjötta áratugarins. Sundfatnaðurinn hefur sterka skírskotun í tísku sjöunda áratugarins og eru buxurnar hærri upp í mittið en hefur viðgengist undanfarin ár. „Bolirnir eiga að klæða alla. Þeir eru hvorki of flegnir né of berir og í raun eru þetta bara falleg stykki sem gaman er að sýna sig í," segir Hera. Myndir/María Guðrún Rúnarsdóttir Hægt er að leggja inn pöntun til stúlknanna með því að senda fyrirspurn á netfangið laugswimwear@gmail.com. - sm Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og datt í hug að hanna saman sundboli. Okkur fannst alveg sérstakt að ekki væri þegar til íslenskt sundfatamerki þar sem sundið er svo stór partur af íþróttaiðkun landans," segir Hera Guðmundsdóttir sem er annar hluti hönnunartvíeykisins LAUG. Hera og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, hinn helmingur tvíeykisins, luku nýverið fyrsta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Segir Hera að viðbrögð kvenna við línunni hafi komið þeim stöllum skemmtilega á óvart. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við erum þessa stundina að leita að saumakonu til að aðstoða okkur við að koma sundbolunum í framleiðslu og vonandi gerist það á næstu vikum." Sundfötin hafa sterka skírskotun í tísku sjötta áratugarins. Sundfatnaðurinn hefur sterka skírskotun í tísku sjöunda áratugarins og eru buxurnar hærri upp í mittið en hefur viðgengist undanfarin ár. „Bolirnir eiga að klæða alla. Þeir eru hvorki of flegnir né of berir og í raun eru þetta bara falleg stykki sem gaman er að sýna sig í," segir Hera. Myndir/María Guðrún Rúnarsdóttir Hægt er að leggja inn pöntun til stúlknanna með því að senda fyrirspurn á netfangið laugswimwear@gmail.com. - sm
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira