Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap 21. maí 2010 03:00 við Böðmóðsstaði Sumarhúsaeigendur mótmæla með því að halda áfram að henda rusli hér þótt enginn sé gámurinn og bannað sé að skilja eftir úrgang á staðnum.Fréttablaðið/Garðar „Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
„Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira