Umfjöllun: Njarðvík númeri of stórt fyrir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2010 20:49 Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli