Fröken Fix elskar að skipuleggja geymslur 16. nóvember 2010 08:00 Sesselja Thorberg. Fréttablaðið/GVA „Pabbi byrjaði að kalla mig fröken fix þegar ég var ung, vegna þess að ég var alltaf að breyta til í herberginu mínu. Henda öllu út og raða upp á nýtt. Þegar ég ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki lá þetta nafn því beinast við," segir Sesselja Thorberg vöruhönnuður en hún hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix og sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Sesselja er menntaður vöruhönnuður en hefur alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem tengist innanhússarkitektúr. „Ég hef verið að gefa fólki ráð í langan tíma en er fyrst núna að búa til fyrirtæki í kringum þetta," segir Sesselja en hún ætlaði ekki beint að leiðast út í fyrirtækjarekstur en eftir að hún varð fyrir barðinu á hópuppsögn hjá arkitektastofu nýtti hún tækifærið til að kýla á gamlan draum. „Kreppan skapar marga möguleika og ég er alsæl með að hafa tekið stóra skrefið," segir hún og bætir við að þrátt fyrir að vera ný af nálinni séu margir farnir að nýta sér þjónustuna. Flestir viðskiptavinir hennar eiga það sameiginlegt að vera orðnir leiðir og vilja breyta til heima hjá sér en vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér. „Ég sérhæfi mig í að nýta það sem fólk á fyrir inni á heimilinu. Í þessu árferði er það nauðsynlegt og flestir verða samdauna heimilum sínum eftir langan tíma og sjá ekki alveg möguleikana sem húsin og húsgögnin búa yfir. Þar kem ég með nýja sýn en ég sé alltaf einhverja möguleika," segir Sesselja glöð í bragði en hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi þjónustuna á vefsíðunni frokenfix.is. En hvaða rými er það sem henni finnst skemmtilegast að taka að sér? „Ég er algjört skipulagsfrík svo mig klæjar alveg í puttana þegar ég fæ að hanna og skipuleggja þvottahús og geymslur upp á nýtt. Finnst það æði," segir Sesselja hlæjandi. - áp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Pabbi byrjaði að kalla mig fröken fix þegar ég var ung, vegna þess að ég var alltaf að breyta til í herberginu mínu. Henda öllu út og raða upp á nýtt. Þegar ég ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki lá þetta nafn því beinast við," segir Sesselja Thorberg vöruhönnuður en hún hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix og sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Sesselja er menntaður vöruhönnuður en hefur alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem tengist innanhússarkitektúr. „Ég hef verið að gefa fólki ráð í langan tíma en er fyrst núna að búa til fyrirtæki í kringum þetta," segir Sesselja en hún ætlaði ekki beint að leiðast út í fyrirtækjarekstur en eftir að hún varð fyrir barðinu á hópuppsögn hjá arkitektastofu nýtti hún tækifærið til að kýla á gamlan draum. „Kreppan skapar marga möguleika og ég er alsæl með að hafa tekið stóra skrefið," segir hún og bætir við að þrátt fyrir að vera ný af nálinni séu margir farnir að nýta sér þjónustuna. Flestir viðskiptavinir hennar eiga það sameiginlegt að vera orðnir leiðir og vilja breyta til heima hjá sér en vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér. „Ég sérhæfi mig í að nýta það sem fólk á fyrir inni á heimilinu. Í þessu árferði er það nauðsynlegt og flestir verða samdauna heimilum sínum eftir langan tíma og sjá ekki alveg möguleikana sem húsin og húsgögnin búa yfir. Þar kem ég með nýja sýn en ég sé alltaf einhverja möguleika," segir Sesselja glöð í bragði en hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi þjónustuna á vefsíðunni frokenfix.is. En hvaða rými er það sem henni finnst skemmtilegast að taka að sér? „Ég er algjört skipulagsfrík svo mig klæjar alveg í puttana þegar ég fæ að hanna og skipuleggja þvottahús og geymslur upp á nýtt. Finnst það æði," segir Sesselja hlæjandi. - áp
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira