Golf

Þurfti að hætta á miðjum hring í Kiðjabergi eftir að hafa klárað golfboltana

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Atli Elíasson.
Atli Elíasson. Mynd/Kylfingur
Atli Elíasson, kylfingur úr GS, þurfti að hætta keppni á Íslandsmótinu í golfi um helgina. Ástæðan er sú að hann kláraði alla golfboltana sína á miðjum hring.

Miðað við það er ljóst að Atli var ekki að spila vel en eftir 9 holur tilkynnti hann mótsstjórn um að hann væri hættur keppni.

Hann var við keppni með Tómas Salmon en þeir léku aðeins tveir í ráshóp. Tómas kláraði hringinn því einn.

„Ég tilkynnti mótstjórn að boltarnir væru búnir og spurði hvort að einhver frá mótsstjórn gæti labbað með Tómasi þessar níu holur og það var allt í góðu," sagði Atli við Kylfing.is.

Hann segist einnig vera gáttaður á þeirri umræði sem hefur sprottið upp en á spjallsvæði Kylfings láta margir Atla heyra það eins og lesa má hér.

„Ég lét mig ekkert hverfa eða neitt slíkt og fór af svæðinu þegar allt var komið á hreint. Leikmaður má alltaf hætta þegar hann vill," sagði Atli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×