Formúla 1

Ecclestone vill mót í New York

Michael Schumacher og Bernie Ecclestone ræða málin á mótssvæðinu í Montreal, en það mót var aftur á dagskrá í ár.
Michael Schumacher og Bernie Ecclestone ræða málin á mótssvæðinu í Montreal, en það mót var aftur á dagskrá í ár. Mynd: Getty Images
Bernie Ecclestone er enn að leita eftir að halda mót við New York, þó búið sé að semja um mótshald í Austin í Texas frá árinu 2010. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Það er að gerast. Við erum að ræða málin og sjáum hvað gerist", sagði Ecclestone um málið, en staðfesti jafnframt að mótshald verður í Texas. Þá gat Ecclestone þess að það væri ekki í burðarliðnum að vera með mót á Mæjorka í stað Valencia, en hann hitti forsvarsmenn frá Mæjorka á dögunum. Slík plön virðast því ekki í gangi, þó Mæjorkamenn hafi áhuga á Formúlu 1 mótshaldi. Vitað er að Ecclestone hefur áhuga á enn fleiri mótum á ári, en þau 19 sem nú eru á dagskrá. Ný braut í Suður Kóreu verður notuð í keppni 24. október og á næsta ári verður keppt á Indlandi. Keppt verður á Silverstone brautinni í Englandi um næstu helgi, en fyrsta mótið fór fram þar árið 1950, en keppt hefur verið í íþróttinni í 60 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×