Schumacher: Engin skömm af árangrinum 25. mars 2010 13:22 Schumacher brosmildur í Melbourne. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher náði sjötta sæti í fyrsta móti ársins og segist hafa náð hámarks árangri í sinni fyrstu keppni með Mercedes. Hann varð á eftir Nico Rosberg á samskonar bíl. "Það er eðlilegt í frumraun minni. Kannski hefði það verið öðruvísi í gamla daga. Ég er rólegur yfir þessu. Rosberg er góður og hraðskreiður ökumaður og ég þarf ekki skammast mín fyrir útkomuna í Barein", sagði Schumacher í samtali við blaðamenn í Barein. Ummæli hans birtust m.a. á vefsíðu Autosport. Schumacher hefur alltaf verið harður keppnismaður og ákveðinn gagnvart liðsfélögum sínum, en hann hefur mikið álit á Rosberg, sem er mun yngri, Schumacher er 41 árs og Rosberg 24 ára og er því 17 ára aldursmunur á þeim. Schumacher gæti verið faðir hans miðað við aldursmuninn. "Ég gerði mér ekki upp neinar sérstakar hugmyndir um Rosberg eða væntingar. Það er ekkert leyndarmál að hann er toppökumaður og býr mikið í honum. Við erum mælistika fyrir hvorn annan. Hann stendur sig vel og er góður liðsfélagi. Ég tel að við höfum báðir náð hámarksárangri í fyrsta mótinu. Formúla 1 er erfið og það er okkar að bæta bílinn. Þetta er risavaxið verkefni og ástæðan fyrir endurkomu minni er að fást við þetta", sagði Schumacher, sem hefur sagt að hann stefni á enn einn titilinn á næstu þremur árum. Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher náði sjötta sæti í fyrsta móti ársins og segist hafa náð hámarks árangri í sinni fyrstu keppni með Mercedes. Hann varð á eftir Nico Rosberg á samskonar bíl. "Það er eðlilegt í frumraun minni. Kannski hefði það verið öðruvísi í gamla daga. Ég er rólegur yfir þessu. Rosberg er góður og hraðskreiður ökumaður og ég þarf ekki skammast mín fyrir útkomuna í Barein", sagði Schumacher í samtali við blaðamenn í Barein. Ummæli hans birtust m.a. á vefsíðu Autosport. Schumacher hefur alltaf verið harður keppnismaður og ákveðinn gagnvart liðsfélögum sínum, en hann hefur mikið álit á Rosberg, sem er mun yngri, Schumacher er 41 árs og Rosberg 24 ára og er því 17 ára aldursmunur á þeim. Schumacher gæti verið faðir hans miðað við aldursmuninn. "Ég gerði mér ekki upp neinar sérstakar hugmyndir um Rosberg eða væntingar. Það er ekkert leyndarmál að hann er toppökumaður og býr mikið í honum. Við erum mælistika fyrir hvorn annan. Hann stendur sig vel og er góður liðsfélagi. Ég tel að við höfum báðir náð hámarksárangri í fyrsta mótinu. Formúla 1 er erfið og það er okkar að bæta bílinn. Þetta er risavaxið verkefni og ástæðan fyrir endurkomu minni er að fást við þetta", sagði Schumacher, sem hefur sagt að hann stefni á enn einn titilinn á næstu þremur árum.
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira