Fjögur útköll á 15 tímum 18. ágúst 2010 05:00 tf-Gná á leið í útkall um hádegi í gær Ekki er vitað til þess að svo mörg útköll hafi borist Landhelgisgæslunni á einum degi. fréttablaðið/vilhelm Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæslunni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánudagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Landspítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtíminn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bakvakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eldhrauni þar sem kona hafði hlotið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flugtími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kostar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira