Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga 18. maí 2010 06:00 Vestmannaeyja-Þór Björgunarskip Landsbjargar eru fjórtán talsins og um borð er sami búnaður og finna má í sjúkrabíl. fréttablaðið/óskar P. friðriksson Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira