Baráttudagur verkafólks Þóra Tómasdóttir skrifar 1. maí 2010 11:05 Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar