Viðskiptaráð tali skýrar 13. febrúar 2010 06:00 Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun