Handbolti

Tap gegn Slóvenum í fyrsta leik á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Guðmundur Hólmar var bestur í dag.
Guðmundur Hólmar var bestur í dag. Heimasíða Akureyrar.
Ísland tapaði sínum fyrsta leik á lokakeppni HM í handbolta U18 ára liða. Leikið er í Svartfjallalandi en Ísland tapaði fyrir Slóvenum í dag, 34-31.

Staðan í hálfleik var 15-15. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss á morgun og svo er leikið gegn Tékkum á sunnudaginn.

Samkvæmt opinberri skýrslu mótsins var Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason besti maður liðsins í dag.

Markaskorarar Íslands:

Sveinn Sveinsson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Geir Guðmundsson 5, Víglundur Þórsson 4, Rúnar Kristmannsson 3, Pétur Júníusson 3, Arnar Birkir Hálfdánarson 1, Ísak Rafnsson 1, Árni Benedikt Árnason 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×