Íslenski boltinn

Rúrik við Fyens Stiftstidende: Við ættum ekki að eiga möguleika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/Vilhelm
Rúrik Gíslason, leikmaður OB og íslenska landsliðsins, er í viðtali við danska blaðið Fyens Stiftstidende í dag og þar viðurkennir hann að leikurinn við Dani á Parken á morgun verði íslenska liðinu erfiður.

„Danir eru án nokkurs vafa tæknilega betri en við. Þeir eru með frábæra fótboltamenn sem spila með stórum félögum í Evrópu. Það getur samt allt gerst í fótboltaleik en það lítur fyrir það að við ættum ekki að eiga möguleika. Það hefur allavega verið þannig hingað til," sagði Rúrik sem hefur verið að glíma við veikindi en verður klár í leikinn á morgun.

„Íslenskir fótboltamenn eru búnir að bæta tæknina síðustu ár og leikmenn eru að fara erlendis miklu fyrr en áður. Yngri leikmenn eiga því að vera betur þjálfaðir en áður fyrr," sagði Rúrik.

„Við spilum kannski ekki alltaf besta fótboltann en við erum sterkir og fórum langt á hugarfarinu. Við byrjum leikinn með eitt stig og við ætlum okkur að reyna að halda í það. Ef við náum í öll þrjú stigin þá verður það íslenska baráttuandanum að þakka," sagði Rúrik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×